ENPHE ráðstefna á Íslandi

ENPHE ráðstefnan er haldin á Hótel Sögu dagana 22. – 23. September

20.9.2017

ENPHE ráðstefnan er haldin á Hótel Sögu dagana 22. – 23. September

Evrópuráðstefna um háskólamenntun í sjúkraþjálfun, ENPHE, er haldin í Reykjavík dagana 22. -23. september.

ENPHE stendur fyrir European Network of Physiotherapy in Higher Education og eru samtök háskólakennara í sjúkraþjálfun í Evrópu. Mikil starfsemi á sér þar stað og hefur  Björg Guðjónsdóttir, lektor í sjúkraþjálfun við HÍ setið í stjórn samtakanna undanfarin ár.

Afar góð þátttaka er á ráðstefnunni og þeir sem hana sækja geta búist við að sjá og heyra það nýjasta sem er í gangi í menntun sjúkraþjálfara.

Sjá http://enphe2017.com/