Evrópuráðstefna sjúkraþjálfara verður haldin nú um miðjan september í netheimum

Ómetanlegt tækifæri fyrir klíníska kennara í sjúkraþjálfun. Einnig verður fjallað um Covid-19 og endurhæfingu.

14.8.2020

5th European  Congress of the European Region WCPT on Physiotherapy - Education - 2020 - RAFRÆN

Kæru sjúkraþjálfararar

Við viljum vekja ahygli á:

5th European  Congress of the European Region WCPT on Physiotherapy - Education - 2020
RAFRÆN

 

Evrópudeild Heimssambands sjúkraþjálfara heldur ráðstefnu (The European Region Congress on Physiotherapy Education) fjórða hvert ár sem er helguð menntun í sjúkraþjálfun og áhrif menntunar á fagið.

Aðeins þátttökugjald, enginn ferða- og gistikostnaður !

Nú í ár getur hver og einn tekið þátt án mikils kostnaðar því ráðstefnan verður rafræn vegna heimsfaraldursins. 

Engin valkvíði – hægt að fara inn á alla fyrirlestra og málþíng hvenær sem er, þegar það hentar þér- opin í rúma 4 mánuði!

Ráðstefnan opnar á netinu þann 11. september 2020. Eftir að ráðstefnan opnar geta skráðir þátttakendur farið inn á hana á hvenær sem er og hlustað á erindi eða stutt málþing (focused symposium) að eigin vali til 31. janúar 2021.  Þátttakendur geta farið inn á öll erindi og þurfa ekki að velja á milli sem þeir þyrftu að gera ef þeir væru á staðnum.

Spurningar og svör = umræður sem gaman er að taka þátt í með því að senda spurningar eða bara fylgjast með.

Þátttakendum gefst tækifæri á að setja in spurningar til fyrirlesara frá 11-18. september,  sem aðalfyrirlesarar og þeir sem stýra málþingunum svara. Hægt verður að sjá spurningar og svör á netinu frá 28.september til 31.janúar 2021.

 

Áhugaverð dagskrá sem enginn ætti að missa af.

Tveir nemendur frá okkur koma við sögu.

Dagskrá ráðstefnunnar er á: https://kuleuvencongres.be/er-wcpt2020/programme

Dagskráin inniheldur fjóra meginþætti sem eru:

Track 1 Diversity and Inclusion and Learning – Fjölbreytileiki og samlögun og nám

Þegar talað er um fjölbreytileika koma þjóðernishópar koma fyrst upp í hugann.  En mun fleiri hópar teljast sérstakir menningarhópar og margir þætti sem setja fólk í mismunandi hópa: aldur, kynþáttur, kyn, kynhneigð, þjóðerni/upprunaland, andleg og líkamleg fötlun, þjóðfélagsstaða og trúarbrögð.

Aðalfyrirlesari í þessum hluta ráðstefnunnar Simon Schnetzer, Expert on generation Z intergenerational understanding. Hann mun fjalla um Z kynslóðina sem er unga fólkið sem er fætt frá ca. 1990-2010. Ungir sjúkraþjálfarar og nemendur okkar falla í þennan hóp.  Þess má geta að Simon fékk 12 nemendur í sjúkraþjálfun víðsvegar úr Evrópu til að taka þátt í undirbúa erindi sitt. Þau svöruðu spurningakönnun og sátu netfund með honum þar sem þeirra sjónarhorn kom fram. Það er gaman að segja frá því að tveir nemar frá Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóla Íslands tóku þátt í þessum undirbúningi, þau Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir sem lauk BS náminu í vor og Leifur Auðunsson sem er í meistaranáminu og lýkur námi næsta vor.


Track 2 Practice Education – klínískt nám

Það eru ekki margar ráðstefnur sem bjóða upp á umræðu um klínískt nám sjúkraþjálfara sem er á vissan hátt einkennilegt því það er svo stór hluti af námi þeirra. Hér er einstakt tækifæri fyrir alla klíníska kennara að taka þátt.

Aðalfyrirlesari í þessum hluta ráðstefnunnar Gail M. Jenssen, Dean, Graduate School and College of Professional Studies School of Pharmacy and Health Professions,
Creighton University, USA. Hún er ein af fremstu rannsakendum í kennslu í sjúkraþjálfun.

Track 3 Science in Physiotherapy – rannsóknir í sjúkraþjálfun.

Aðalfyrirlesari í þessum hluta ráðstefnunnar Deborah Fallah Chair in Rehabilitation Science & Physiotherapy at the University of Birmingham, UK. Director of the Centre of Precision Rehabilitation for Spinal Pain, sem vel þekkt fyrir rannsóknir sínar um stoðkerfiseinkenni.

Track 4 COVID-19 – heimsfaraldur vegna COVID-19

Aðalfyrirlesari í þessum hluta ráðstefnunnar Hans Henri P. Kluge frá Belgíu. Hann er  yfirmaður fyrir Evrópur hjá WHO (WHO Regional Director for Europe) og verið í eldlínunni vegna COVID-19.

 

Áhrif COVID-19 á kennslu í sjúkraþjálfun – lausnir háskólanna!

Ráðstefnan er sú fyrsta sem býður upp kynningar á rannsóknir á áhrifum af COVID-19 og þeim lausnum sem gripað var til í kennslu í sjúkraþjálfun vegna faraldursins.

 

Ekki missa af snemmskráningu á lægra verði, 17.700 ÍKR – til 1. september
Farið inn á heimasíðu ráðstefnunna til að skrá ykkur.
http://europeanregioncongress.physio/

Öll dagskráin er á https://kuleuvencongres.be/er-wcpt2020/programme
Sjá líka Twitter @ERWorldPhysio #ercongress2020