Færslutækni í umönnun

Myndbönd frá Sjúkraþjálfurum Landspítala

3.11.2022

Starfsmannasjúkraþjálfarar landspítala sjá meðal annars um þjálfun starfsfólks í færslutækni við umönnun og halda reglulega námskeið fyrir nýtt starfsfólk. Þau hafa auk þess búið til vandað efni um færslutækni við umönnun sem aðgengileg eru öllum á ytri vef spítalans. 

Myndböndin eru yfirgripsmikil og sýna góð vinnubrögð við ýmsar aðstæður og notkun ýmissa hjálpartækja. Þarna er meðal annars að finna leiðbeiningar um aðstoð fram úr rúmi eftir liðskipti í mjöðm og spengingu á hrygg, auk leiðbeininga um notkun segllyftara, rennibrettis, mjaðmabeltis og fleira. Við fögnum þessari flottu vinnu þeirra og hvetjum öll til að skoða þetta efni og kynna sér og koma til þeirra sem gætu nýtt sér það. 

Myndbönd um færslutækni