Fagtímaritið Sjúkraþjálfarinn ekki borist öllum

Fyrsta tölublað ársins leit dagsins ljós í marsmánuði en hefur ekki borist hluta félagsfólks

15.4.2021

Fyrsta tölublað ársins leit dagsins ljós í marsmánuði en hefur ekki borist hluta félagsfólks

Eins og margir sjúkraþjálfarar vita kemur fagtímarit félagsins út tvisvar sinnum á ári, það fyrra á vormánuðum og það seinna á haustmánuðum. 

Nú er mánuður liðinn frá útgáfu blaðsins og enn hafa ekki allir félagar fengið blaðið sent heim. Við erum að skoða málið nánar en til að átta okkur á umfangi vandans er mikilvægt að fá eftirfarandi upplýsingar frá félagsfólki sem ekki hefur fengið blaðið sent.

Nafn og heimilisfang
Barst Sjúkraþjálfarinn 2. tbl 2020 á þetta heimilisfang?
Hefur þetta gerst áður?
Viltu fá prentútgáfu senda núna eða nægir rafræna útgáfan?

Vinsamlegast sendið þessar upplýsingar á steinunnso@bhm.is, athugið að þau sem hafa nú þegar sent þessar upplýsingar inn þurfa EKKI að gera það aftur.