Fagtímaritið Sjúkraþjálfarinn er kominn út

Nú er blaðið metið í 10 stiga flokki samkvæmt matskerfi opinberra háskóla

15.12.2023

Allar ritrýndar greinar í blaðinu eru viðurkenndar sem vísindagreinar

Fagtímarit Félags sjúkraþjálfara 2023 2. tbl er komið út og ætti að vera komið í lúgur félagsfólks.

Í blaðinu er að þessu sinni ein ritrýnd grein sem ber heitið: "Allir á útopnu, boðnir og búnir að standa sína plikt": Upplifun heilbrigðisstarfsfólks af umönnun íbúa Súðavíkur eftir snjóflóðin í janúar 1995, eftir Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur. Þessi ritrýnda grein er sú fyrsta sem birtist í fagtímaritinu eftir að blaðið var fært upp í 10 stiga flokk í matskerfi opinberra háskóla. Hún er því viðurkennd sem vísindagrein og við óskum Sigríði Láru innilega til hamingju með að ná þessum áfanga með okkur. 

Í blaðinu kennir ýmissa grasa, en ásamt hinna föstu liða er fjallað um starfsendurhæfingu, sálfélagslega þætti í endurhæfingu meiðsla, rætt við afreksstjóra ÍSÍ um stefnumótun í íþróttum og pistill frá sjúkraþjálfara í landsliði utanvegahlaupara.

Hér er hægt að lesa blaðið á rafrænu formi

2023-2.-tbl-forsida