Félag sjúkraþjálfara 80 ára

Félag sjúkraþjálfara var upphaflega stofnað þann 26. apríl 1940

26.4.2020

Félag sjúkraþjálfara var upphaflega stofnað þann 26. apríl 1940

Sjúkraþjálfun í 80 ár

Félag sjúkraþjálfara var upphaflega stofnað þann 26. apríl 1940, og hét þá Félag nuddkvenna. Árið 1962 var nafni félagsins breytt í Félag íslenskra sjúkraþjálfara og nú síðast voru fag- og stéttarfélög sjúkraþjálfara sameinuð í Félag sjúkraþjálfara, eða frá 1. janúar 2013. Í dag fagna því sjúkraþjálfarar 80 ára afmæli fagfélags sjúkraþjálfara á Íslandi.

Gríðarlegar framfarir hafa orðið í heilbrigðisþjónustu á þessum 80 árum. Erlendis fór starfsgreinin á flug í kjölfar heimsstyrjaldanna, en hér á landi var það lömunarveikin og Akureyrarveikin á sjötta áratugnum sem varð til þess að eftirspurn eftir þekkingu sjúkraþjálfara jókst stórfellt. Samfara framförum í læknisfræði hefur þörf fyrir endurhæfingu aukist jafnt og þétt, sem og mikilvægi þess að viðhalda og auka lífsgæði fólk sem glímir við ýmsa heilsufarskvilla. Hefur mikilvægi sjúkraþjálfunar etv. aldrei verið meira en einmitt nú, þegar öldruðum fjölgar hlutfallslega meðal þjóðarinnar og berjast þarf við afleiðingar lífstílssjúkdóma.

Síðustu vikur hafa líka verið staðfesting þess hversu mikla þýðingu sjúkraþjálfun hefur fyrir marga landsmenn og margir eru orðnir æði óþreyjufullir eftir því að geta hafið eða haldið áfram sinn meðferð.


1Formenn frá 1940 - 2000

3

Kalla Malmquist meðhöndlar skjólstæðing. Kalla starfaði síðar allan sinn starfsferil sem yfirsjúkraþjálfari á Borgarspítalanum.

7-5

Á 50 ára afmæli Félags íslenskra sjúkraþjálfara árið 1990 bauð Vigdís forseti fulltrúum félagsins og norrænum gestum í móttöku. Norrænu gestirnir tala enn um þennan mikla heiður og stórkostlega gestrisni Vigdísar. Á myndinni með Vigdísi er Guðrún Sigurjónsdóttir þáverandi formaður fèlagsins (vinstra megin) og Sigrún Knútsdóttir, þáverandi varaformaður.

11_1587896520626

Fyrrverandi og núverandi formenn. fv:

Héðinn Jónsson 2008-2013
Auður Ólafsdóttir 2002-2008
Unnur Pétursdóttir frá 2013
Sigrún Knútsdóttir 1995-2001

Auk þessara var Íris Marelsdóttir formaður árin 2001-2002.

IMG_2876-crop

Núverandi stjórn Félags sjúkraþjálfara árið 2020, fv:
Fríða Brá Pálsdóttir, ritari
Margrét Sigurðardóttir, gjaldkeri
Unnur Pétursdóttir, formaður
Gunnlaugur Már Briem, varaformaður
Guðný Björg Björnsdóttir, meðstjórnandi