Félag sjúkraþjálfara mótmælir harðlega framkomnum ávirðingum af hálfu forstjóra SÍ í fréttum RUV

Tilkynning frá Félagi sjúkraþjálfara

13.11.2019

Tilkynning frá Félagi sjúkraþjálfara

Félag sjúkraþjálfara mótmælir harðlega framkomnum ávirðingum af hálfu forstjóra SÍ í fréttum RUV í gær, þann 12. nóv

Sjúkraþjálfarar eru ekki að hunsa gildandi samning, þar sem samningur sjúkraþjálfara rann út 31. janúar og var síðast framlengdur með beggja samþykki til 31. maí sl.

Félag sjúkraþjálfara hefur ekki gefið út neina gjaldskrá til notkunar fyrir félagsmenn sína.

Sjúkraþjálfarar lýstu því yfir strax í upphafi að þeir væru tilbúnir til að vera í rafrænum samskiptum við SÍ varðandi endurgreiðsluhluta skjólstæðings. Til að slíkt sé möguleiki utan samnings þarf SÍ að óska eftir við ráðherra að setja reglugerð um slíkt, en það hefur ekki verið gert. Það er því á ábyrgð SÍ og ráðherra að rafræn samskipti eru ekki möguleg.

Félag sjúkraþjálfara harmar að forstjóri SÍ fari niður á það plan að fara fram með rangfærslum og hótunum gagnvart heilbrigðisstétt, sem er í fullum rétti til að verja sitt starfsumhverfi með því að starfa ekki skv löngu útrunnum samningi við stofnunina.


Fh. samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.