Félag sjúkraþjálfara og samninganefnd ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára
Samninganefnd er ánægð með að hafa náð samningum fyrir hönd félagsfólks og mun samningurinn gilda afturvirkt frá 31.mars 2024.
Félag sjúkraþjálfara og samninganefnd ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára.
Samninganefnd er ánægð með að hafa náð samningum fyrir hönd félagsfólks og mun samningurinn gilda afturvirkt frá 31.mars 2024. Launahækanir og greiðslur vegna afturvirkni munu koma til framkvæmdar um mánaðarmótin október – nóvember.
Upplýsingapóstur hefur verið sendur til félagsfólks sem eru aðilar að umræddum samningi og verður fundarboð á kynningarfund sent út á allra næstu dögum. Fundartími kynningarfundar er áætlaður næstkomandi mánudag 7.október kl 12:00 – 13:15 og hvetjum við öll til að taka tímann frá. Kosning um samninginn mun hefjast að loknum kynningarfundi.