Félag sjúkraþjálfara sendir áskorun til Heilbrigðisráðherra

Félagið skorar á heilbrigðisráðherra að afnema reglugerðarákvæði

21.4.2021

Félagið skorar á heilbrigðisráðherra að afnema reglugerðarákvæði


Félag sjúkraþjálfara hefur sent bréf til Heilbrigðisráðuneytisins þar sem þeim tilmælum er beint til heilbrigðisráðherra að við endurskoðun reglugerðar nr. 1453/2020 verði 2. grein reglugerðarinnar fjarlægð, en þar segir:

2. gr.

Við 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Skilyrði er að sjúkra­þjálfarinn hafi starfað í að minnsta kosti tvö ár sem sjúkraþjálfari, í að minnsta kosti 80% starfs­hlutfalli, eftir löggildingu.


Bréf FS til Heilbrigðisráðherra

Núverandi reglugerð gildir til 30. apríl 2021 og væntum við þess að hún verði endurnýjuð.


Unnur Pétursdóttir
Form. FS