Fjarfyrirlestur með Mike Studer
Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara bauð félagsmönnum upp á fjarfyrirlestur með sjúkraþjálfaranum Mike Studer
Um 190 sjúkraþjálfarar skráðu sig á fjarfyrirlestur sem haldinn var síðastliðinn laugardag fyrir félagsmenn FS. Leiðbeinandi var Mike Studer, PT, MHS, NCS, CEEAA, CWT, CSST
Í ljósi þess að aflýsa þurfti Degi sjúkraþjálfunar 2020 og þar með komu aðalfyrirlesarans Mike Studer, ákvað Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara í samráði við stjórn að bjóða félagsmönnum upp á fjarfyrirlestur með Mike. Heiti fyrirlestursins var "Maximizing Motor Learning: Neurology, Geriatrics, Orthopedics", en hann ætlaði Mike upphaflega að halda fyrir skráða þátttakendur á námskeiði laugardaginn eftir Dag sjúkraþjálfunar 2020
Fyrirlesturinn heppnaðist gríðarlega vel og ekki var annað að heyra en að gestir hafi verið mjög ánægðir með framtakið. Félagið fagnar því hversu góð þátttaka var á fyrirlestrinum, en um 25% félagsmanna nýttu sér þetta góða boð fræðslunefndar um að viðhalda faglega neistanum í samkomubanni.
Félagið þakkar Fræðslunefnd fyrir að hafa staðið að þessu námskeiði en einnig þökkum við Mike Studer fyrir góðan fyrirlestur sem hann flutti um miðja nótt á sínum heimavelli.
Hér má sjá Ted fyrirlestur sem Mike Studer hélt fyrr á árinu: