Fjarsjúkraþjálfun- forrit og tækni

27.3.2020

Samantekt á þeirri tækni sem sjúkraþjálfarar geta notað í fjarheilbrigðisþjónustu hafi þeir tilskyld leyfi

Til að hefja rekstur í fjarheilbrigðisþjónustu þarf að fá leyfi til þess frá Embætti Landlæknis. Eins og staðan er í dag er ekki samþykkt greiðsluþátttaka frá SÍ fyrir fjarsjúkraþjálfun, en félagið er þessa daga að vinna að því að fá það samþykkt. Við vitum ekki hver niðurstaðan verður en höfum tekið saman efni sem félagsmenn okkar geta notað til að undirbúa framhaldið.

Til að nýta tímann er tilvalið að vinna sér í haginn með því að ganga frá og senda inn umsókn til Landæknis um rekstur í fjarheilbrigðisþjónustu https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39676/nytt-eydublad-vegna-umsoknar-um-veitingu-fjarheilbrigdisthjonustu

Ef umsókn er samþykkt er sjúkraþjálfurum heimilt að sinna fjarmeðferð án greiðsluþátttöku SÍ, eins og staðan er í dag. Það þýðir að skjólstæðingur greiðir að fullu fyrir hverja meðferð.

Mikilvægt er að kynna sér tæknina sem nota má og þarf. Fyrir suma er gamli góði síminn etv. nóg. Margir munu vilja nýta myndsamtöl og svo aðrir sem vilja nota samskiptaforrit með fleiri möguleikum, s.s. æfingaforritum.

Ýmsar lausnir eru í boði og við hvetjum alla sem hafa hug á að sinna fjarheilbrigðisþjónustu að skoða vel það sem er í boði og velja það sem hentar hverjum og einum. Félag sjúkraþjálfara getur ekki og mun ekki mæla með einu forriti umfram annað, en hér munum við taka saman þau forrit sem félagsmenn okkar eru að skoða.Eflaust er gagnlegt fyrir sjúkraþjálfara að bera saman bækur sínar hvað verið er að skoða og nota.

Ef þú ert með ábendingu á tækni-lausn sem hentar sjúkraþjálfurum OG uppfyllir skilyrði Landlæknis um persónuvernd viljum við heyra um það og setja það hér inn. Ábendingar berist á steinunnso@bhm.is


Samskiptaforrit - æfingaforrit - tæknilausnir

Athugið að sum þessara forrita eru aðeins samskiptaforrit, önnur aðeins æfingaforrit og enn önnur blanda af báðum.

Samskiptaforrit: https://karaconnect.com/

www.fjarmedferd.is -> https://ptassistance.com/ , sem er í samstarfi við Karaconnect varðandi samskiptahlutann.
Forsvarsmenn Fjarmeðferðar eru með opnar kynningar á næstunni fyrir sjúkraþjálfara, sjá facebooksíðu: “Fjarmeðferð í sjúkraþjálfun”.

Forritið Healo er einnig bæði samskipta og æfingaforrit, þróað af íslenskum sjúkraþjálfara með samstarfsaðilum í Svíþjóð: https://www.healo.app/is/intro

Dæmi um fleiri forrit sem eru notuð af íslenskum aðilum eru t.d. https://www.physitrack.com/ og www.simpleset.net

Hér er hægt að sjá hvernig sjúkraþjálfarar Sara Lind og Daði Reynir hafa nýtt sér þessa tækni: https://www.netsjukrathjalfun.is/

Hvetum alla til að kynna sér þessi forrit og fleiri og skoða hvort og hvaða möguleikar eru á samskiptum við skjólstæðinga með þessu móti.