Formaður FS gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Tilkynning frá formanni FS

25.10.2021

Tilkynning frá formanni FS

Til félagsfólks Félags sjúkraþjálfara

Allt hefur sinn tíma. Ég hef nú verið formaður Félags sjúkraþjálfara í tæp 9 ár og mikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma. Þetta hefur erilsamur og stundum snúinn tími en alltaf áhugaverður og eflandi.

Samt er það svo að ég lít þannig að á að það sé engu félagi hollt að vera með sama formann of lengi og að það sé engum formanni hollt að sitja of lengi.

Því hef ég tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi formennsku í Félagi sjúkraþjálfara á næsta aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 22. febrúar nk.

Það er fyllsta ástæða til líta björtum augum til framtíðar. Meðal félagsmanna eru fjölmargir kollegar sem gætu svo sannarlega tekið við keflinu og leitt félagið og fagið áfram. Það eru 4 mánaðir til aðalfundar og nægur tími fyrir fólk að íhuga framboð og/eða ýta við kollega sem okkur finnst árennilegur.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag vegna framboða og kosninga verða settar á heimasíðu félagsins í vikunni. Þeim sem hyggja á framboð er velkomið að hringja í mig til að afla sér upplýsinga um allt það sem felst í því að vera formaður.

Ég mun að sjálfsögðu starfa af fullum krafti til aðalfundar í febrúar og ljúka ýmsum verkefnum áður en keflið verður afhent næsta formanni.

Með bestu kveðju,
Unnur Pétursdóttir, formaður FS
Gsm 698-7915