Fundir með forsvarsfólki stjórnarmálaflokka

Kosningar eru á næsta leiti og félagið vekur athygli á mikilvægi stéttarinnar

17.9.2021

Kosningar eru á næsta leiti og félagið vekur athygli á mikilvægi stéttarinnar

Formaður og á stundum varaformaður hafa fundað undanfarna daga með frambjóðendum nokkurra flokka í aðdraganda kosninga til Alþingis. Heilbrigðismál á víðum grunni, endurhæfing og sjúkraþjálfun hafa verið rædd frá ymsum sjónarhornum. Meðal annars hafa fyrirséðar áskoranir vegna öldrunar þjóðarinnar verið ræddar, sem og staða sjúkraþjálfunar í heilsugæslu, kjaramál launþegageirans og staða sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara gagnvart SÍ.Flokksfólkið deildi einnig sinni sýn á málefnin og óhætt er að segja að þetta hafi verði afar gagnlegir fundir og upplýsandi á báða bóga.


https://www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara/posts/4103431919778806