Formannskjör FS - kosning hafin - leiðbeiningar

Kosið er til formanns dagana 15. og 16. febrúar

15.2.2024

Úrslit verða kynnt félagsfólki þegar kosningu lýkur

Kæra félagsfólk

Kosning í formannskjöri FS er nú hafin. Kosningin fer fram á bhm.is/kosning og innskráning er með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Á kjörskrá er allt skuldlaust félagsfólk. Kosningu lýkur á morgun föstudag kl 17.00.

Athugasemdir varðandi kjörskrá skulu berast til skrifstofu FS á netfangið sjukrathjalfun@sjukrathjalfun.is eða í síma 5955186 á skrifstofutíma.

Við hvetjum allt félagsfólk til að nýta kosningarétt sinn.

Kjörstjórn

Guðný Björg Björnsdóttir

Margrét Sigurðardóttir

Sigurður Sölvi Svavarsson