Frá Heimssambandi sjúkraþjálfara (WCPT)

Heimssambandið stendur vaktina fyrir sjúkraþjálfara á heimsvísu

29.4.2020

WCPT hefur komið á fót nokkrum verkefnum til að styðja við bakið á sjúkraþjálfurum í heimsfaraldri 

Frá Heimssambandi sjúkraþjálfara (WCPT)

Heimssambandið er á vaktinni fyrir sjúkraþjálfara um heim allan í þeim aðstæðum sem hafa skapast. Þar er unnið þrotlaust til að styðja við bakið á sjúkraþjálfurum á fjölbreyttan hátt í heimsfaraldrinum. Eftirfarandi verkefni hafa verið stofnuð til að vinna enn frekar að því markmiði:

· Á heimasíðu Heimssambandsins er nú verið að safna saman og halda yfirlit yfir þau verkefni sjúkraþjálfara sem tengjast beint heimsfaraldri kórónaveiru: https://www.wcpt.org/COVIDPhysio

· WCPT er málsvari sjúkraþjálfara þegar kemur að aðgengi stéttarinnar að viðeigandi hlífðarfatnaði í starfi sínu með Covid-19 veikum skjólstæðingum. Til þess að vekja athygli á þessari baráttu hefur WCPT birt upplýsingar á þremur tungumálum

Við hvetjum félagsmenn alla til að glöggva sig á þeim upplýsingum sem hér er að finna.