Fræðslufyrirlestur Dawn Skelton

Fræðslufyrirlestur 5. október kl 17.30-18.30, borgartúni 6, 4. hæð.

12.9.2022

Þann 5. október næstkomandi mun Dawn Skelton halda fræðsluerindi fyrir sjúkraþjálfara og fleiri sem koma a þjálfun eldri borgara. 

Á þessum fyrirlestri mun Dawn Skelton skýra frá því hvernig byltuvörnum er háttað á Bretlandseyjum, frá heilsugæslu og inn á spítalana, með lýðheilsuverkefnum, hjúkrunarheimilum, sveitarstjórnum og góðgerðarsamtökum. Hún útskýrir hvernig þjálfunarprógrömum og eftirfylgni milli stofnanna og svæða virkar og hvernig fólki hefur gengið að halda áfram með meðferðina eftir að íhlutun líkur. 

Dawn Skelton er þjálfunarlífeðlisfræðingur, prófessor við Glasgow Caledonian háskólann í Skotlandi og eigandi fyrirtækis sem kallast “Later life training”. Dawn er heiðursfélagi í breska sjúkraþjálfunarfélaginu enda hefur hún unnið náið með sjúkraþjálfurum um allan heim að byltuvörnum á efri árum, að draga úr kyrrsetu og ýta undir hreyfingu í daglegu lífi. Dawn Skelton er höfundur Otago þjálfunarkerfisins. 

Árið 2018 fékk hún viðurkenningu frá breska öldrunarlækningafélaginu fyrir ævistarf sitt þar sem hún hefur náð einstökum árangri í að nýta niðurstöður rannsókna til að byggja upp forvarna- og meðferðarúrræði tengd byltum meðal eldri einstaklinga. Heimsókn Dawn Skelton og þessi fyrlrlestur byggir á samstarf Námsbrautar í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og Félags sjúkraþjálfara. Sjá nánar á: https://www.gcu.ac.uk/hls/staff/professordawnskelton/ og https://laterlifetraining.co.uk/author/skelton-dawn/

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.