Framboð til formanns FS
Starfsreglur Félags sjúkraþjálfara er varða formannsframboð
Starfsreglur Félags sjúkraþjálfara er varða formannsframboð
Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara hefur lýst því
yfir að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á næsta aðalfundi
félagsins, sem fram fer þann 22. febrúar 2022.
Stjórn Félags sjúkraþjálfara kallar því hér með eftir framboðum til formanns Félags sjúkraþjálfara.
Framboðsfrestur er til 11. janúar 2022 og framboðum skal skilað til ritara félagsins, Fríðu Brár Pálsdóttur, netfang: frida.palsdottir@yahoo.com
Félagið mun ekki gefa upp hverjir bjóða sig fram fyrr en að framboðsfrestur rennur út, en frambjóðendum er fullkomlega heimilt að gera það sjálfir, ef þeir svo kjósa.
Kosning verður rafræn þannig að öllu félagsfólki gefst kostur á að taka þátt í kosningunni.
Séu fleiri en tveir í kjöri og ekki fæst hreinn meirihluti í fyrstu umferð skal kjósa aftur rafrænt milli þeirra tveggja er flest atkvæði hlutu.
Starfsreglur Félag sjúkraþjálfara um framkvæmd kosninga til trúnaðarstarfa
Stjórn Félags sjúkraþjálfara