Fréttir frá Námbraut í sjúkraþjálfun við HÍ

Ráðstefnuför og 30 ára útskriftarárgangur

17.5.2018

Ráðstefnuför og 30 ára útskriftarárgangur

Námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ fékk góða heimsókn á dögunum. Þar fór fríður hópur sjúkraþjálfara sem kom í heimsókn í Stapa í tilefni 30 ára útskriftarafmælis þeirra. Þau færðu námsbrautinni peningagjöf til kaupa á tækjum til kennslu og kann námsbrautin þeim bestu þakkir fyrir.

30-ara-utskriftarsjthj

20180510_154055

Aðilar frá námsbrautinni fóru einnig nýlega á ESSKA ráðstefnuna í Glasgow. Hópurinn samanstóð af Kristínu Briem og Árna Árnasyni, kennurum við námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ ásamt meistara/doktorsnemunum Hauki Má Sveinssyni og Haraldi B. Sigurdssyni. Hópurinn kynnti tvö veggspjöld á ráðstefnunni.