Fundað með heilbrigðisráðherra

Farið yfir stöðu mála

1.3.2018

Farið yfir stöðu mála

Formaður FS og samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara áttu góðan fund með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sl. þriðjudag, 27. feb. Farið var yfir stöðu mála, ræddar mögulegar lausnir og ákveðið að horfa til framtíðar varðandi samstarf og samráð. Ekki var minnst á að segja ætti samningi sjúkraþjálfara upp, en við getum þó aldrei útilokað að á einhverjum tímapunkti komi sú umræða upp aftur. Ljóst er að við erum að fara í frekari viðræður um að finna lausn á fyrirséðri umframfjárþörf upp á 300 milljónir á þessu ári. Við reiknum með að settur verði á laggirnar vinnuhópur með aðkomu velferðarráðuneytis, SÍ, sérfræðings og sjúkraþjálfara til að fara yfir samninginn, notkun hans og árangur.

Unnur P
Form. FS