Fundur með formanni danskra sjúkraþjálfara

Formaður var á ferð í Danmörku

7.12.2018

Formaður var á ferð í Danmörku

Formaður var á ferð í Danmörku um síðustu helgi og nýtti tækifærið og fundaði með formanni danska sjúkraþjálfarafélagsins, Tinu Lambrecht. Hún sagði þær ánægjulegu fréttir af danska félaginu að það hafi verið samþykkt inn í Akademikerne, sem er samsvarandi við BHM hér á Íslandi. Þetta hefur lengi verið keppikefli félagsins en það stóð á því að enn voru í félaginu sjúkraþjálfarar sem ekki höfðu útskrifast á með háskólagráðu.  Nú er sá hópur orðinn fámennur og því gekk þetta í gegn nú.

20181207_103616-cropDanskir sjúkraþjálfarar eru sannfærðir um að þetta verði mikil lyftistöng fyrir félagsmenn og tökum við heilshugar undir það, skv okkar reynslu af veru okkar í BHM.

Að öðru leyti var skipst á upplýsingum um stöðuna hjá okkar félögum, farið lauslega yfir stöðuna í alþjóðasamstarfinu og svo var ekki hægt annað en að ræða sambandsslit Íslands og Danmerkur og skála fyrir þeim og góðu samstarfi landanna.

Að öðru leyti var nú ferðin farin til að fara á tónleika með sir Paul McCartney – það var mögnuð upplifun sem gleymist ekki!

 

Unnur P
Form. FS