Fundur með formanni kiropraktora

Samskipti stéttanna

19.11.2018

Samskipti stéttanna

Unnur Pétursdóttir, formaður FS og Guðný Björg Björnsdóttir, sem situr í stjórn FS og er formaður MT-félagsins, áttu nýverið fund með Agli Þorsteinssyni formanni Kíropraktorafélags, að hans ósk.

Umræðuefnið var samskipti stéttanna sem virðast í flestum tilfellum vera með ágætum en lítil. Við minnum á að kírópraktorar eru löggild heilbrigðisstarfstétt. Við vorum sammála um að mikilvægt væri t.a.m. að skjólstæðingur léti báða aðila vita, ef hann er í meðferð hjá bæði sjúkraþjálfara og kírópraktor og ef þörf væri á að viðkomandi væri hjá báðum, að þeir aðilar hefðu þá einhvers konar samráð sín á milli, með hag skjólstæðings í huga.

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS
Guðný Björg  Björnsdóttir
Formaður MT-félagsins