Fundur með framkvæmdastjóra WCPT í London

Óformlegur fundur þar sem farið var yfir það sem efst er á baugi í heimi sjúkraþjálfunar

27.4.2017

Óformlegur fundur þar sem farið var yfir það sem efst er á baugi í heimi sjúkraþjálfunar

20170424_192911Ég var stödd í London um síðustu helgi og nýtti ferðina til að funda með framkvæmdastjóra heimssambands sjúkraþjálfara, World Confederation of Physical Therapy (WCPT).  Sá heitir Jonathon Krüger og er Ástrali. Ræddum við stöðu íslenskra sjúkraþjálfara, kosti og galla lítilla félaga og komandi ráðstefnu sem við í Félagi sjúkraþjálfara erum gestgjafar að (ICPPMH 2018). Heimsþing sjúkraþjálfara í S-Afríku nk sumar var rætt og í framhaldi margt sem snýr að sjúkraþjálfun á heimsvísu.

20170424_193114Einnig var gaman að hitta fyrir Héðin Jónsson, fv fomann sjúkraþjálfara, sem var nýlega ráðinn til WCPT. Hann er nú að koma sér inn í nýtt starf verkefnastjóra hjá WCPT og eru verkefni hans þessa dagana aðallega fólgin í því að koma skikki á það sem kallast „country profiles“ á heimasíðu WCPT og gera það þannig út garði að tölfræði og aðrar upplýsingar verði félögum og einstökum sjúkraþjálfurum til gagns. Einnig sér hann um vinnu sem snýr að því að efla félagsaðild á svæðum þar sem hún er döpur. Fleiri verkefni eru á hans könnu og hefur hann í nógu að snúast.

Heimsóknin var afar gagnleg en athygli vakti hversu látlaus og algerlega laus við íburð þessi skrifstofa er. Starfsfólk er fátt, 5 starfsmenn á staðnum (að þeim Jonathon og Héðni meðtöldum) og tveir sem starfa að mestu heima. Ljóst er að það er ekki bruðlað með fjármuni á þessum bæ.

 

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.