Fundur með heilbrigðisráðherra

Formaður og varaformaður FS gengu á fund Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, 30. maí 2018

31.5.2018

Formaður og varaformaður FS gengu á fund Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, 30. maí 2018.

Í gær, miðvikudaginn 30. maí, gengum við Gunnlaugur Briem varaformaður FS á fund Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var sjúkraþjálfun á víðum grunni. Rætt var um sjúkraþjálfun í tengslum við heilsugæslu, málefni aldraðra, heimaþjálfun, geðheilbrigði, börn, hreyfingu þeirra og tengingu við skóla, mönnun sjúkraþjálfunar á Landspítala og fleira.

20180530_123730

Góðar umræður urðu um málefnin en það er alveg víst að umræðuefnin voru ekki tæmd og var heilbrigðisráðherra boðin aðstoð í stefnumörkun heilbrigðisþjónustu.

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS