Fundur með nýjum heilbrigðisráðherra

Fyrsta kynning til ráðherra um landslagið í sjúkraþjálfun

14.1.2022

Fyrsta kynning til ráðherra um landslagið í sjúkraþjálfun

Unnur Pétursdóttir formaður og Gunnlaugur Már Briem varaformaður fengu fund með nýjum heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, í vikunni. Þetta var stuttur fjarfundur þar sem tilgangurinn var fyrst og fremst að kynna fyrir ráðherra landslagið er varðar sjúkraþjálfun í landinu og þau málefni sem brýnast er að hann sé upplýstur um.

Þau málefni sem tekin voru fyrir voru:

  • Mönnunarvandi í sjúkraþjálfun hjá stofnunum ríkisins, með áherslu á Landspitalann
  • Tækifærin sem aukin þjónusta sjúkraþjálfara í heilsugæslu getur skapað
  • Hvernig beint aðgengi að sjúkraþjálfurum með greiðsluþátttöku SÍ er hagkvæmt fyrir alla aðila
  • Staðan sem uppi er vegna samningsleysis sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara gagnvart SÍ

Þetta var stuttur en afar gagnlegur fundur og sagðist ráðherra í lokin vera mun fróðari um stöðu mála.