Golfmót sjúkraþjálfara

Fer fram á Korpu, Golfklúbbi Reykjavíkur, föstudaginn 30. ágúst

24.8.2019

Fer fram á Korpu, Golfklúbbi Reykjavíkur, föstudaginn 30. ágúst 

Ágætu sjúkraþjálfarar, kollegar og síðast en ekki síst golfarar!

Golfmót sjúkraþjálfara 2019 fer fram á Korpu, Golfklúbbi Reykjavíkur, föstudaginn 30. ágúst næstkomandi. Leiknar verða 18 holur í blíðskaparveðri og verður ræst í fjögurra manna hollum frá fyrsta teig frá kl. 12:50 -14:00.

Glæsilegir vinningar í boði fyrir fyrstu þrjú sæti í punktakeppni í karla- og kvennaflokki auk verðlauna í liðakeppni og nándarverðlauna á par 3 holum.

68813636_10215897331400299_6066281039448244224_nHámarksfjöldi þátttakenda er 28 manns og því er ekki til setunnar boðið að skrá sig. Skráning fer fram í gegnum Golfklúbb Reykjavíkur í síma 585-0200.

Þátttökugjald er 4.500 kr.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi mótið, er þeim beint til Vilhjálms (gvk1991@gmail.com) eða Rúnars Karls (runarkarl3@gmail.com), sjúkraþjálfara á Landspítalanum.