Golfmót sjúkraþjálfara 2021

Golfmót sjúkraþjálfara 2021 fer fram á Garðavelli, Golfklúbbnum Leyni (GL) á Akranesi, þriðjudaginn 24. ágúst næstkomandi

5.8.2021

Golfmót sjúkraþjálfara 2021 fer fram á Garðavelli, Golfklúbbnum Leyni (GL) á Akranesi, þriðjudaginn 24. ágúst næstkomandi


Ágætu sjúkraþjálfarar, kollegar og síðast en ekki síst golfarar!

Þriðjudagar hafa löngum verið leiðinlegustu dagar vikunnar. Því er ekki úr vegi að skella sér á golfmót sjúkraþjálfara þriðjudaginn 24. ágúst næstkomandi í blíðskaparveðri á Garðavelli Leynismanna á Akranesi. Leiknar verða 18 holur í fjögurra manna hollum frá fyrsta teig frá kl. 12:00-13:30, alls tíu holl.

Skráning verður í gegnum GolfBox 15. ágúst og lokar á miðnætti fyrir mótið. Hlekkur fyrir skráningu verður sendur á næstu dögum. Þið veljið ykkur sjálf rástíma en við biðlum til ykkar að reyna að fylla holl frekar en fámenna í þau. Jafnframt viljum við fylla fyrstu hollin fyrst.

Engin hámarksforgjöf er fyrir aðgöngu að mótinu en hærri forgjöf en 36 verður lækkuð í 36.

Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir höggleik og punktakeppni að vanda, liðakeppni (2-4 í liði en engin skylda að vera í liði) og nándarverðlaun á völdum par 3 holum.

Bikarhafar síðasta árs eru beðnir um að koma gripunum til mótsnefndar við gott tækifæri fyrir mótið.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 40 manns.

Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Vilhjálm (gvk1991@gmail.com) eða Rúnar Karl (runarkarl3@gmail.com), sjúkraþjálfara á Landspítalanum.

Þátttökugjald er 4.500 kr.