Golfmót sjúkraþjálfara 2021

Hið árlega golfmót fór fram þann 24. ágúst síðastliðinn

2.9.2021

Hið árlega golfmót sjúkraþjálfara fór fram þann 24. ágúst síðastliðinn

Ágætu sjúkraþjálfarar og kylfingar ekki síður!


Golfmót sjúkraþjálfara 2021 fór fram á Garðavelli Golfklúbbsins Leynis á Akranesi þann 24. ágúst síðastliðinn. Heldur hvasst var í veðri en þátttakendur brostu hringinn eins og sjúkraþjálfurum er tamt. Mótstjórar sýndu það að þeir eru búnir að ná góðum tökum á svona viðburðahaldi og ásamt þeim gerðu velunnarar sjúkraþjálfara kleift að halda gott mót. Við viljum þakka Félagi sjúkraþjálfara, Eirbergi, Stoð, Fastus, Erninum Golfverslun, Sjúkraþjálfaranum, Sjúkraþjálfun Kópavogs, Bjarna Má Ólafssyni hjá Golfstöðinni, Sjúkraþjálfun Íslands og Stjá sjúkraþjálfun fyrir margvíslegar gjafir í formi peninga, teiggjafa, verðlauna og fleira.Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Punktakeppni karla

  1. Gunnar Viktorsson, Sjúkraþjálfaranum
  2. Gísli Vilhjálmur Konráðsson, Landspítala
  3. Andri Heiðar Ásgrímsson, Sjúkraþjálfun Kópavogs

Punktakeppni kvenna

  1. Eiríksína Kr Hafsteinsdóttir, Landspítala
  2. Ragnheiður Víkingsdóttir, Sjúkraþjálfunarstöðinni
  3. Kristín Erna Guðmundsdóttir, Stjá sjúkraþjálfun

Höggleikur karla
Vignir Bjarnason (Táp sjúkraþjálfun)

Höggleikur kvenna
Ragnheiður Víkingsdóttir (Sjúkraþjálfunarstöðinni)

Nándarverðlaun
Þorsteinn Máni Óskarsson (Sjúkraþjálfun Sporthúsinu) á 3. braut, Sigrún Bergmundsdóttir (Landspítala) á 8. braut, Gunnlaugur Jónasson (Sjúkraþjálfun Reykjavíkur) á 14. braut og setti 16 m púttið eftir það ofan í fyrir fugli og loks Þórður Magnússon (Sjúkraþjálfun Kópavogs) á 18. braut.

Lengsta þruma á 9. braut
Gunnlaugur Jónasson (Sjúkraþjálfun Reykjavíkur) og Kristbjörg Helgadóttir (Reykjalundi)

Liðakeppni
Sjúkraþjálfarinn vann að sjálfsögðu eins og alltaf höldum við hreinlega. Þeir vita hvað ostakarfan er góð.Sjáumst á næsta ári!

Gísli Vilhjálmur og Rúnar Karl, mótstjórar