Golfmót sjúkraþjálfara 2024

Golfmót sjúkraþjálfara 2024 fer fram á Öndverðarnesvelli, Golfklúbbi Öndverðarness (GÖ) Í Grímsnesi, miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi. Skráning verður í gegnum GolfBox og opnar 14. ágúst klukkan 12:00.

25.6.2024

Golfmót sjúkraþjálfara 2024 fer fram á Öndverðarnesvelli, Golfklúbbi Öndverðarness (GÖ) Í Grímsnesi, miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi. Skráning verður í gegnum GolfBox og opnar 14. ágúst klukkan 12:00.

Ágætu sjúkraþjálfarar og golfarar allir!

Golfmót sjúkraþjálfara fer fram miðvikudaginn 21. ágúst næstkomandi á Öndverðarnesvelli, Golfklúbbi Öndverðarness (GÖ) Í Grímsnesi. Leiknar verða 18 holur í fjögurra manna hollum frá fyrsta teig frá kl. 12:30-14:00, alls tíu holl.
Skráning verður í gegnum GolfBox og opnar 14. ágúst klukkan 12:00 og lokar á miðnætti fyrir mótið. Hlekkur fyrir skráningu verður sendur þegar nær dregur. Þið veljið ykkur sjálf rástíma en við biðlum til ykkar að reyna að fylla holl frekar en fámenna í þau. Jafnframt viljum við fylla fyrstu hollin fyrst.

Hvað hámarksforgjöf varðar eru allir gjaldgengir í mótið en hærri forgjöf en 36 verður lækkuð í 36.

Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir höggleik og punktakeppni að vanda, lengsta upphafshögg á vel valinni holu og nándarverðlaun á völdum par 3 holum.

Bikarhafar síðasta árs eru beðnir um að setja sig í samband við mótsnefndnina við fyrsta góða tækifæri fyrir mótið þar sem 2024 er einmitt bónár gripanna. Þeir eru alla jafna bónaðir á 2ja ára fresti með sérstöku bikarabóni og klútum sem fást bara í þar til gerðum verslunum. Því er sérstaklega mikilvægt að koma þessum bikörum til okkar tímanlega.

Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við mótstjórana Vilhjálm (gvk1991@gmail.com) eða Rúnar Karl (runarkarl3@gmail.com), sjúkraþjálfara.
Þátttökugjald er 4.500 kr.