Grensásdeild 50 ára

28.4.2023

það var mikill fögnuður í vikunni, þegar Grensásdeild landspítala hélt uppá 50 ára afmæli. Þar hefur nú í hálfa öld verið miðstöð endurhæfingar fólks sem hlotið hefur alvarlega færniskerðingu svo sem eftir heilaskaða og heilablóðföll, mænuskaða, útlimsmissi eða fjöláverka, langvinna gjörgæslumeðferð, taugasjúkdóma krabbamein eða alvarlegar sýkingar. 

Fyrsti sjúklingurinn kom til endurhæfingar á endurhæfingardeild Borgarspítalans 26. apríl 1973, það sem seinna varð Grensás. Deildinn hefur tilheyrt Heilsuverndarstöðinni, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og nú síðan árið 2000 verið hluti af Landspítala

Á Grensásdeild er unnið metnaðarfullt þverfaglegt starf þar sem sjúkraþjálfarar eru í lykilhlutverki, en þar eru ynntar af hendi um 20.000 meðferðir á ári. Um fjórðungur þeirra 400-500 sem útskrifast af grensásdeild árlega snúa aftur til sinna starfa eftir meðferðina. 

Lengi hefur verið barist fyrir stækkun grensásdeildar og árið 2020 var ákveðið að stækka endurhæfingardeildina. Búist er við að hægt verði að taka nýja 3.900 fermertra viðbyggingu í gagnið árið 2027.

Fyrsti sjúkraþjálfari grensásdeildar hóf störf við innlögn fyrsta sjúklingsins, en það var Sigrún Knútsdóttir, fyrrverandi formaður Félags sjúkraþjálfara. Hún hefur unnið óeigingjarnt og fagmannlegt starf, fyrir fagið og stéttina alla, auk allra þeirra frábæru sjúkraþjálfara sem hafa starfað á deildinni á síðustu 50 árum. 

Gunnlaugur Már Briem formaður Félags sjúkraþjálfara lét sig að sjálfsögðu ekki vanta í afmælisfögnuð Grensásdeildar, og meðfylgjandi mynd er af þeim Sigrúnu Knútsdóttur og Gunnlaugi við þetta tilefni. 

343757515_798001208614025_679756032493869820_n