Gunnlaugur Már Briem nýr formaður Félags sjúkraþjálfara

Gunnlaugur Már Briem sjúkraþjálfari var kjörinn nýr formaður á aðalfundi Félags sjúkraþjálfara (FS) þriðjudaginn 22. febrúar 2022

24.2.2022

Gunnlaugur Már Briem sjúkraþjálfari var kjörinn nýr formaður á aðalfundi Félags sjúkraþjálfara (FS) þriðjudaginn 22. febrúar 2022

 

Gulli-9099


Gunnlaugur Már Briem hefur verið kjörinn nýr formaður Félags sjúkraþjálfara. Hann tekur við formennsku af Unni Pétursdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún hefur sinnt formennsku frá árinu 2013.

Gunnlaugur hefur verið starfandi varaformaður Félags sjúkraþjálfara síðastliðin 4 ár. Þar áður sat hann í kjaranefnd launþega hjá félaginu ásamt því að vinna að stofnanasamningum innan Landspítalans.


Frá útskrift hefur Gunnlaugur m.a. starfað sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, inn á Landspítala LSH , sinnt stundakennslu við Háskóla íslands ásamt verklegri kennslu nema í sjúkraþjálfun. Síðastliðin 5 ár hefur hann unnið að vinnuverndarmálum innan fyrirtækja með áherslu á fræðslu og forvarnir. Það er því óhætt að segja að Gunnlaugur hefur víðtæka reynslu af fjölbreyttum starfsvettvangi sjúkraþjálfara á Íslandi ásamt því að hafa góða innsýn í þau breiðu verkefni og áskoranir sem stéttin tekst á við.  

 

English:

Gunnlaugur Már Briem has been elected new president of the Icelandic Physiotherapy Association (IPA). He takes over the presidency from Unnur Pétursdóttir, who did not stand for re-election, but she has been president since 2013.

Gunnlaugur has been the acting vice president of the IPA for the past 4 years. Prior to that, he was a member of the negotiating committee of IPA for employee wages, which included working on institutional agreements within Landspítali – The national University Hospital of Iceland.

Since graduating, Gunnlaugur has worked as privat practitioner, worked at Landspítali Hospital, has been a part-time teacher at the University of Iceland as well as clinical teacher of Physiotherapy students. For the past 5 years, he has worked on occupational safety issues within companies and institutions with an emphasis on education and prevention.

Gunnlaugur has extensive experience in the diverse field of work of Physiotherapists in Iceland, as well as having a good insight into the broad tasks and challenges that the profession faces.