Gunnlaugur Már Briem verður næsti formaður Félags sjúkraþjálfara

Þar sem aðeins eitt formannsframboð barst telst Gunnlaugur sjálfkjörinn á næsta aðalfundi félagsins, þann 22. feb nk.

14.1.2022

Þar sem aðeins eitt formannsframboð barst telst Gunnlaugur sjálfkjörinn á næsta aðalfundi félagsins, þann 22. feb nk.

Kæra félagsfólk

Framboðsfrestur til formanns Félag sjúkraþjálfara rann út á miðnætti þann 11. Janúar sl. Eitt framboð barst, frá Gunnlaugi Má Briem, varaformanni félagsins.

Skv. reglum um formannskjör þarf ekki að boða til kosninga ef aðeins einn er í framboði til formanns og telst Gunnlaugur því sjálfkjörinn næsti formaður Félags sjúkraþjálfara. Kjörinu verður lýst á aðalfundi félagsins þann 22. febrúar nk og mun Gunnlaugur hefja störf sem formaður að fundi loknum.

Stjórn FS fagnar nýjum formanni og hlakkar til að starfa með honum.

Fh. stjórnar,

Unnur Péturdóttir