Hefur þú áhuga á vinnuvernd

Leitað er eftir samstarfsaðilum á sviði vinnuvendar

4.5.2017

Leitað er eftir samstarfsaðlium á sviði vinnuverndar

Kópavogur 25. apríl, 2017 

Ágætu sjúkraþjálfarar, 

Tilefni þessa erindis er að kanna hug þinn til þátttöku í teymi, samtarfshóp fjögurra sérfræðinga á sviði vinnuverndar, sem, veita munu heildstæða þjónustu á sviði vinnuverndar. 

Vinnuverndarlög nr. 46/1980 skylda atvinnurekendur til að gera skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati. Framkvæmdinni er nánar lýst í reglugerð 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. 

Markmiðið er að stuðla að öryggi og heilbrigði starfsfólks og koma í veg fyrir heilsutjón vegna vinnunnar eða vinnuumhverfisins. Í mörgum tilfellum þurfa atvinnurekendur að leit til ráðgjafa utan sinna fyrirtækja.  

Mun ráðgjafarþjónustan ná yfir  helstu svið vinnuverndar, það er: 

1. Efni og notkun hættulegra efna á vinnustað.  Umhverfisþættir (hávaði, lýsing og birtuskilyrði, hiti, kuldi, titringur, dragsúgur, smitleiðir o.fl.) 
2. Félagslegir og andlegir vinnuverndarþættir (samskipti, upplýsingaflæði, tímaþröng, einelti o.s.frv.)
3. Álag á hreyfi- og stoðkerfi
4. Vélar og tæki 

Við undirritaðir erum þjónustuaðilar á sviði vinnuverndar og höfum hvor um sig veitt þjónustu á okkar sérsviði til fyrirtækja og stofnana.  Hákon Jóhannesson er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði efna- og umhverfismála og Marteinn Steinn Jónsson veitir þjónustu á sviði sálfélagslegra þátta.  Báðir erum við skráðir á vef Vinnueftirlitsins sem þjónustuaðilar „sértækrar þjónustu“. 

Tilefni þessa tölvupósts er að leita eftir samstarfsaðila, sjúkraþjálfara á sviði hreyfi- og stoðkerfis sem annast mun ráðgjöf á því sviði til viðskiptavina.  Stofnun samtarfsvettvangsins er í ferli. Sé viðkomandi sjúkraþjálfi ekki í dag með viðurkenningu mun hann innan skamms geta aflað sér réttinda hjá Vinnueftirlitinu.  

Við hvetjum áhugsama til að hafa samband við okkur til við fyrsta tækifæri. Þá getum við rætt nánar útfærslu og umfang þessa ráðgjafarstarfs. 


Kær kveðja, 

Hákon Jóhannesson Matvælatækni  ehf.
Hamraborg 9, 200 Kóp.
s. 5545260, 898 5261  
matvaelataekni@gmail.com
www.matvaelataekni.is  


Marteinn Steinn Jónsson
Úttekt og úrlausn
Kópalind 8, 201 Kópavogi
sími: 554 4417, 899 4149
mstj@simnet.is
www.uttekturlausn.is/