Heimaleikfimi undir stjórn sjúkraþjálfara á RÚV

Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hreyfir við landsmönnum

24.4.2020

Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með heimaleikfimi á RÚV

Nýr dagskrárliður hefur litið dagsins ljós á RÚV og er það Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með þættinum. 

Þættirnir eru sýndir anna hvern dag beint á eftir upplýsingafundi um kórónaveiruna og var sá fyrsti sýndur á miðvikudaginn var, en þeir eru 10 talsins. Hægt er að nálgast upptökur af þáttunum á VOD og heimasíðu RÚV. 

Hér er hægt að nálgast fyrsta þáttinn og við hvetjum að sjálfsögðu alla til að taka þátt:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/heimaleikfimi/30389/91pvih