Heimsráðstefna sjúkraþjálfara - opið fyrir snemmskráningu
Heimsráðstefna sjúkraþjálfara verður rafræn í ár, 9. - 11. apríl 2021
Ómetanlegt tækifæri til símenntunar
Nú hefur verið opnað fyrir snemmskráningu á heimsráðstefnu sjúkraþjálfaran sem haldin verður 9. - 11. apríl 2021.
Í fyrsta skipti í ár verður ráðstefnan alfarið rafræn sem gefur sjúkraþjálfurum einstakt tækifæri til að taka þátt með takmörkuðum ferðakostnaði
Dagskrána má nálgast hér: https://congress.physio/2021/programme
Skráning fer fram hér: https://congress.physio/2021/registration
Snemmskráningarverð fyrir félagsmenn Félags sjúkraþjálfara er 200 GBP (36.000 ISK á núverandi gengi) en eftir 11. febrúar mun það hækka í 240 GBP (43.000 ISK á núverandi gengi)
Ekki láta þetta frábæra tækifæri framhjá ykkur fara - minnum á styrki Starfsmenntasjóðs og Starfsþróunarseturs háskólamanna.
Viðbót 19.1.21
Við minnum á að þegar þið eruð beðin um félagsnúmer við skráningu setjið þið kennitöluna ykkar, en hún dugar sem félagsnúmer í Félagi sjúkraþjálfara.