Heimsþing sjúkraþjálfara í S-Afríku

WCPT 2017 – haldið 2. – 4. júlí í Höfðaborg

21.6.2017

WCPT 2017 – haldið 2. – 4. júlí í Höfðaborg

Dagana 2. – 4. júlí nk munu nokkrir íslenskir sjúkraþjálfarar sækja heimsþing sjúkraþjálfara í Höfðaborg í S- Afríku, WCPT 2017. Tveir þeirra, þær Bergþóra Baldursdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir munu flytja erindi um doktorsrannsóknarverkefni sín (sjá hér að neðan).

Unnur Pétursdóttir, formaður FS og Héðinn Jónsson, fyrrum formaður FÍSÞ og núverandi starfsmaður WCPT í London munu tala á fagpólitískum viðburðum, sjá:

http://www.wcpt.org/wcpt2017/WCPT-03

http://www.wcpt.org/wcpt2017/WCPT-04

WCPT2017_SoMe_ad_RegAdvRate

Alls fara út 11 íslenskir sjúkraþjálfarar ásamt 5 mökum, en 2500 sjúkraþjálfarar hvaðanæva að úr heiminum sækja heimsþingið. Þetta er í fyrsta skipti sem heimsþing er haldið í Afríku og er mikill spenningur meðal Afríkuþjóðanna að vera gestgjafar að þessu sinni.


Gestir voru reyndar sérstaklega varaðir við og beðnir um að gera sér grein fyrir að júlí er vetrarmánuður í S-Afríku og því væri ekki hægt að búast við meiri hita en 15 – 18 °C.

Við kippum okkur nú ekki upp við það...

 

Við vonumst til að geta sent heim myndir og upplýsingar frá heimsþinginu á meðan á því stendur, en einnig verður settur inn pistill um þingið þegar fólk fer að tínast til byggða eftir sumarfrí.

Þeir sem eru á Twitter eru hvattir til að fylgast með ráðstefnunni undir merkinu #wcpt2017.

Bergthora Tobba

Unnur P
Form. FS