Hertar reglur á ný vegna Covid-19

Krafa um hlífðargrímur ef ekki er hægt að virða 2m regluna

31.7.2020

Krafa um hlífðargrímur ef ekki er hægt að virða 2m regluna

Vakin er athygli á því að frá hádegi í dag, 31. júlí, er gerð krafa um að sjúkraþjálfarar og skjólstæðingar þeirra eins og hægt er beri hlífðargrímur, þegar ekki er hægt að virða 2m regluna, sjá:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/07/30/Hertar-adgerdir-innanlands-og-a-landamaerum-vegna-COVID-19-fra-hadegi-31.-juli-nk/

Þetta er í samræmi við minnisblað sóttvarnarlæknis, þar sem segir m.a: “Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Andlitsgrímur sem notaðar eru utan heilbrigðisþjónustu ættu að lágmarki uppfylla kröfur sem fram koma í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna CEN.” Undir þetta fellur starfsemi sjúkraþjálfara.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%c3%b0%20s%c3%b3ttvarnal%c3%a6knir%2029072020.pdf

Leiðbeiningar um notkun hlífðargríma: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item42254/Lei%C3%B0beiningar.%20Hl%C3%ADf%C3%B0argrimur_30.07.2020.pdf

Ekki er gerð krafa um notkun hanska, en rétt er að minna á þær ráðstafanir sem gerðar voru sl vor og við hvetjum félagsmenn til að fara yfir þær aftur og rýna hvað gagnlegt er að virkja af þeim:

https://www.physio.is/um-felagid/utgafa/frettir/verklagsreglur-sjukrathjalfunarstofu-vegna-covid-19

Tökum höndum saman og kveðum þennan vágest niður – það er til mikils að vinna að þurfa ekki að fara í harðari takmarkanir eins og á vordögum!

Við erum öll almannavarnir!


Unnur Pétursdóttir
Form. FS