Hilmir Ágústsson, sjúkraþjálfari varði doktorsritgerð sína í Bandaríkjunum

Hilmir Ágústsson, fyrrum formaður FÍSÞ, er nýjasti doktorinn í hópi íslenskra sjúkraþjálfara

7.9.2017

Hilmir Ágústsson, fyrrum formaður FÍSÞ, er nýjasti doktorinn í hópi íslenskra sjúkraþjálfara

Hilmir-AgustssonÞann 30. ágúst sl. varði Hilmir Ágústsson sjúkraþjálfari doktorsritgerð sína, Diagnostic Musculoskeletal Imaging: How Physical Therapists Utilize Imaging in Clinical decision-making, við Nova Southeastern University. Þetta var eigindleg rannsókn sem notaði viðtöl byggð á skjá-myndatökum (screen-capture videos) af sjúkraþjálfurum við greiningu þeirra á röntgenmyndum, sneiðmyndum, og segulómun. Formaður doktorsnefndar var Dr. Bini Litwin. Hilmir starfar nú sem Director of Online Education við University of St. Augustine, þar sem hann hefur verið undanfarin 17 ár, og hefur umsjón með net-bundnu námi við skólann í San Marcos, Austin, Miami, og St. Augustine.

Hilmir er fyrrum formaður FÍSÞ (forvera FS) og vann ötult starf fyrir félagið á árunum 1985-1988. Félag sjúkraþjálfara óskar Hilmi til hamingju með áfangann.