Hlaðvarp Félags sjúkraþjálfara

Frá toppi til táar er nýtt hlaðvarp Félags sjúkraþjálfara

24.11.2020

Gunnlaugur Már Briem, varaformaður FS, ræðir málin við sjúkraþjálfara og aðra góða gesti í hlaðvarpi félagsins.

Hlaðvarp Félags sjúkraþjálfara er komið í loftið og fyrstu þrír þættirnir hafa verið gefnir út. Hægt er að nálgast þættina á hlaðvarpsveitu Spotify með því að leita eftir "Frá toppi til táar"

Einnig er hægt að hlusta á þættina hér fyrir neðan:

1. þáttur - sjúkraþjálfarar og aðkoma að íþróttafólki

Gestir þáttarins voru Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Birkir Már Sævarsson knattspyrnumaður. Umræðuefni þáttarins var hlutverk sjúkraþjálfara með íþróttaliðum og aðkoma að endurhæfingu afreksíþróttafólks. 

2. þáttur - sjúkraþjálfarar og endurhæfing eftir Covid-19

Gestir þáttarins voru Garðar Guðnason sjúkraþjálfari á Reykjalundi og Margrét Gauja Magnúsdóttir jöklaleiðsögukona. Umræðuefni þáttarins var endurhæfing eftir Covid og sú reynsla sem komin er hér á landi. 

3. þáttur - sjúkraþjálfar og endurhæfing eftir krabbameinsgreiningu

Gestir þáttarins voru Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari í Ljósinu og Björk Svarfdal. Umræðuefni þáttarins var endurhæfing í kjölfar krabbameinsgreiningar.

4. þáttur - sjúkraþjálfarar og aðkoma að kven- og karlheilsu

 Gestir þáttarins voru Dr. Þorgerður Sigurðardóttir og Lárus Jón Björnsson. Umræðuefni þáttarins var karl- og kvenheilsa.