ICPPMH 2018 - Alþjóðleg ráðstefna sjúkraþjálfara á Íslandi

International Conference of Physiotherapy in Psychiatry and Mental Health – haldin á Hilton Reykjavík Nordica 10 – 12 apríl 2018

4.4.2018

International Conference of Physiotherapy in Psychiatry and Mental Health – haldin á Hilton Reykjavík Nordica 10 – 12 apríl 2018

Ráðstefnan International Conference of Physiotherapy in Psychiatry and Mental Health (ICPPMH 2018) er haldin í Reykjavík dagana 10. – 12.  apríl 2018.

Ráðstefnan er haldin af International Organization of Physical Therapists in Mental Health (IOPTMH), sem er undirfélag heimssambands sjúkraþjálfara (WCPT) en Félag sjúkraþjálfara og undirfélag okkar, Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu (FSSH) eru gestgjafar að þessu sinni.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða þau Dr. Michel Landry, sem er fyrrum formaður kanadískra sjúkraþjálfara og Stepanie Saenger, iðjuþjálfi frá Hollandi.

Það er von okkar að íslenskir sjúkraþjálfarar sjái sér fært að sækja ráðstefnuna  því “Mental health is all physio's business” eins og slagorð ráðstefnunnar segir.

 

Upplýsingar og skráning:

https://icelandtravel.artegis.com/event/ICPPMH-Conference2018

 

Unnur Pétursdóttir
Formaður Félags sjúkraþjálfara

Sigrún Guðjónsdóttir
Formaður FSSH