Kjarasamningur Félags sjúkraþjálfara og ríkis undirritaður 3. apríl 2020

Stytting vinnutíma stærsti áfanginn

3.4.2020

Stytting vinnutíma stærsti áfanginn


Skrifað var undir kjarasamning milli FS og ríkis í morgun, 3. apríl, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningagerð á snúnum tímum fól í sér fjarfundi og rafrænar undirskriftir

Vegna aðstæðna er ekki möguleiki að halda hefðbundnar kynningar á samningnum, þ.a. að þessu sinni mun kynning fara fram með ítarlegu kynningarbréfi sem sent verður út innan skamms til þeirra félagsmanna sem atkvæði greiða um samninginn.

Atkvæðagreiðslan fer fram á „mínum síðum“ BHM sem allir ættu að hafa aðgang að með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og verður auglýst síðar.

Fh. kjaranefndar launþega,

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS