Kjarasamningur Félags sjúkraþjálfara og SFV samþykktur

Atkvæðagreiðslu um samninginn er lokið og var samningurinn samþykktur með 94,74% atkvæða

26.6.2020

Atkvæðagreiðslu um samninginn er lokið og var samningurinn samþykktur með 94,74% atkvæða


Skrifað var undir kjarasamning Félags sjúkraþjálfara og Samtaka félaga í velferðarþjónustu (SFV) þann 16. júní sl. Haldinn kynningarfundur með þeim félagsmönnum sem aðild hafa að samningnum 23. júní og í framhaldi fór fram rafræn kosning sem lauk í dag, föstudaginn 26. júní á hádegi.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Fjöldi á kjörskrá: 37
Fjöldi sem kusu: 19
Kosningaþátttaka: 51,35%

Já, svöruðu 18 eða 94,74 %
Nei, svaraði 1 eða 5,26 %

Enginn skilaði auðu

Fh. kjaranefndar launþega FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS