Kjarasamningur Félags sjúkraþjálfara við ríkið samþykktur
Skrifað var undir samninginn þann 2. feb 2018
Skrifað var undir samninginn þann 2. feb 2018
Kjarasamningur Félags sjúkraþjálfara og fjármálaráðherra fh. Ríkissjóðs var undirritaður þann 2. feb sl. og samþykktur í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 9. – 16. feb 2018.
Svör voru sem hér segir:
Svar | Fjöldi | Prósenta |
Já | 87 | 87.00 % |
Nei | 11 | 11.00 % |
Skila auðu | 2 | 2.00 % |
Kosningaþátttaka var 66.67 %
Samninginn má finna hér:
https://www.physio.is/media/kjarasamningar/Kjarasamn_FS_og_rikis_02.02.2018.pdf
Þeir félagsmenn sem starfa á stofnunum þar sem eru svokallaðir “tengisamningar” , s.s. á Reykjalundi, Æfingastöðinni og Bjargi, fá hækkanir á sama hátt og ríkisstarfsmenn.
Þeir félagsmenn sem starfa á stofnunum SFV (Hrafnista og fleiri öldurnarheimili) þurfa að hinkra aðeins, þar sem að í samningi FS við SFV segir að taka skuli upp samningaviðræður tveimur vikum eftir að nýr ríkissamningur er samþykktur. Lokaniðurstaðan er þó alltaf “copy-paste” samningur, þ.a. hækkanirnar munu koma, bara eilítið seinna.
Fh. kjaranefndar FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS