Kjarasamningur FS og ríkis samþykktur

Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 – 31. mars 2023

17.4.2020

Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 – 31. mars 2023


Samkomulag Félags sjúkraþjálfara og fjármálaráðherra fh. ríkissjóðs um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, sem undirritað var þann 3. apríl sl, var samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna með yfirgnæfandi meirihluta.

Niðurstöður eru þessar:

Kosning stóð frá 08.04.2020 kl. 12:00:00 til 16.04.2020 kl. 23:59:00

Fjöldi á kjörskrá: 138
Fjöldi sem kusu: 97
Kosningaþátttaka: 70,29%

Niðurstaða

Já, ég samþykki              86       91,49 %
Nei, ég samþykki ekki       8         8,51 %
Þeir sem afstöðu taka      94          100 %

Skila auðu 3

Heildarfjöldi atkvæða 97


Fh kjaranefndar launþega FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður FSBirt 17.4.2020