Kjarasamningur FS við Ríkið samþykktur

17.4.2023

Kosningu um kjarasamning Félags sjúkraþjálfara við ríki lauk nú á hádegi 17.apríl, og liggja niðurstöður fyrir. Hlutfall þeirra sem kusu með samningnum var 98,6 % og telst hann því samþykktur. Ágæt þátttaka var í kosningunni og tóku 59% þeirra sem höfðu atkvæðisrétt afstöðu til samningsins. Samningurinn tekur því gildi frá og með 1.apríl síðastliðnum líkt og kynnt hefur verið.