Klínískar ráðleggingar á íslensku vegna síþreytuheilkennis/ ME sjúkdómsins

ME félag Íslands hefur nú þýtt klínískar ráðleggingar fyrir greiningu og meðhöndlun á síþreytuheilkenni/ME sjúkdómnum

10.12.2021

ME félag Íslands hefur nú þýtt klínískar ráðleggingar fyrir greiningu og meðhöndlun á síþreytuheilkenni/ ME sjúkdómnum
Klínískar leiðbeiningar og ráðleggingar má finna á ensku á ýmsum síðum internetins en aðeins fáar hafa verið þýddar yfir á íslensku. ME félagið hefur nú látið þýða klínískar ráðleggingar vegna síþreytuheilkennis yfir á íslensku og hefur gefið okkur góðfúslegt leyfi til að birta hér á síðunni til gagns fyrir okkar félagsfólk.

 

Félag sjúkraþjálfara þakkar ME félaginu kærlega fyrir og við hvetjum félagsfólk okkar til að vista skjalið hjá sér og kynna sér þessar leiðbeiningar.

Klínískar ráðleggingar á íslensku vegna síþreytuheilkennis/ ME sjúkdómsins