Kortasjá er komin á netið: Ertu að leita að sjúkraþjálfara?

Nú hefur kortasjá bæst við leitina á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara

12.11.2021

Nú hefur kortasjá bæst við leitina á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara

Í vinnu við endurskoðun heimasíðu var ljóst að eiginleikinn "Ertu að leita að sjúkraþjálfara" var bæði mikið notaður og ekki nægilega skilvirkur. 

Nú kynnum við nýjan eiginleika, að leita eftir staðsetninu á korti. Þar er hægt að þysja inn á staðsetningar og fá upp fyrirtækjaspjald, með símanúmeri, heimilisfangi og tengli á heimasíður þar sem þær eru til.

Athugið að í þessari fyrstu útgáfu virðist kortið ekki virka fullkomlega í Chrome netvafra en það virkar í t.d. Firefox og Safari netvöfrum. Unnið er að lagfæringu á þessum galla. 

Við biðjum ykkur um að fletta upp ykkar starfsstöð/ fyrirtæki á kortinu, skoða upplýsingarnar og ef þið sjáið villu eða skort á upplýsingum að hafa samband við steinunnso@bhm.is

Við hvetjum stofur til að vera með uppfærðar heimasíður og upplýsingar um sérhæfingu/ áhugasvið hvers sjúkraþjálfara aðgengilegar og skýrar. 

Það er okkar ósk að þessi eiginleiki bæti þjónustu félagsins við félagsfólk okkar sem og þá skjólstæðinga sem eru að leita sér að sjúkraþjálfara. 


Uppfært 19.11: Það virðist vera búið að lagfæra áðurnefndan galla í Chrome netvafra, ef einhver lenda í vandræðum má senda ábendingu þess efnis á steinunnso@bhm.is