Kortasjá og skráning starfsstöðva

Er þín starfsstöð rétt skráð á vefnum?

10.12.2021

Er þín starfssöð rétt skráð á vefnum?

Í haust bættist við kortasjá á heimasíðunni sem einfaldar leit að sjúkraþjálfara og þjónustu stéttarinnar á landsvísu. Við viljum benda ykkur á að skráning heimasíðu og símanúmera er mikilvæg á fyrirtækjaspjöldin ásamt því að allar starfsstöðvar séu rétt skráðar í gagnagrunninum okkar. Ef svo er ekki þarf að senda tilkynningu á steinunnso@bhm.is.

Við viljum einnig ítreka að félagar uppfæri einstaklingsskráningu sína á innri vefnum og að fyrirtæki uppfæri heimasíður sínar reglulega með upplýsingum um starfsfólk og sérhæfingu / áhugasvið. 

Kortasjáin er hér:

https://www.sjukrathjalfun.is/fyrir-almenning/finna-sjukrathjalfara