Kynningarbréf frambjóðenda til formanns Félags sjúkraþjálfara

Tveir eru í framboði til formanns Félags sjúkraþjálfara

13.2.2024

Kosning verður rafræn og fer fram 15. og 16. febrúar nk

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara fer fram 13. mars nk en kosning til formanns mun fara fram rafrænt. Kosning opnar kl. 8:00 fimmtudaginn 15. febrúar og lokast kl. 17:00 föstudaginn 16. febrúar. Sendur verður út hlekkur í tölvupósti til félagsfólks að morgni fimmtudagsins 15. febrúar þar sem þarf að skrá sig inn á kosningasíðu með rafrænum skilríkjum og leiðir kosningakerfið fólk áfram í ferlinu. 

Hér að neðan má nálgast kynningarbréf þeirra tveggja sem eru í framboði til formanns, en það eru Gunnlaugur Már Briem sitjandi formaður FS og Högni Friðriksson. 

Gunnlaugur Már Briem - framboðsbréf

Högni Friðriksson - framboðsbréf