Kynningarfundur um nýjan samning Félags sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands var haldinn fyrir félagsfólk þann 21. maí síðastliðinn

Kosningafrestur hefur verið framlengdur eftir ábendingar frá félagsfólki

23.5.2024

Kosningafrestur er til miðnættis sunnudaginn 26. maí 

Kynningarfundur um nýjan samning Félags sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands var haldinn fyrir félagsfólk þann 21. maí síðastliðinn

Líkt og upplýst var á fundinum þá hefur verið ákveðið að framlengja þann tíma sem kosningarnar verða opnar og var þetta ákveðið eftir góðar ábendingar frá félagsfólki.

Kosningarnar verða opnar fram til 24:00 á sunnudaginn, þann 26.5,

Kjörseðil má nálgast í gegnum vefslóðina www.bhm.is/kosning. Til að greiða atkvæði þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Líkt og upplýst hefur verið í póstum og kynningarefni þá eru virkir félagar í kjaradeild sjálfstætt starfandi með atkvæðarétt. Ekki verður hægt að bæta einstaklingum við þá kjörskrá sem nú hefur verið send út eftir kl 15:30 á fimmtudeginum 23.5.

Úr útsendu kynningarefni:

Allir þeir sem eru virkir félagar í kjaradeild Félags sjúkraþjálfara eru á kjörskrá. Til að teljast virkur þarft þú að hafa greitt eitthvað til félagsins á tímabilinu jan – mars 2024. Tekið er tillit til þeirra sem ekki hafa greitt vegna fæðingarorlofs, og halda þeir kosningarétti sínum. Hafir þú ekki getað greitt vegna veikinda eða annarra slíkra ástæðna þarf að óska sérstaklega eftir að vera á kjörskrá við skrifstofu Félags sjúkraþjálfara með útskýringu þess efnis, í gegnum tölvupóstfangið sigl@bhm.is eða síma 595-5186

Til þess að mæta óskum um frekari upplýsingar þá hefur verið útbúið lifandi skjal á innri vef félagsins. Það þarf að skrá sig á innri vefinn á www.sjukrathjalfun.is, velja “Félagsmenn” í brúna valborðanum og smella á “Spurt og svarað vegna nýs samnings Félags sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands”. Þar verður spurningum og svörum hlaðið niður og uppfært eins og hægt er og núþegar eru spurningar af kynningarfundinum komnar þar inn.

Til þess að mæta þeim sem ekki gátu verið með þá hafa verið skipaðir tengiliðir samningsins nú á meðan að kosningu fer fram. Það eru þau Haraldur Sæmundsson og Auður Ólafsdóttir (audurstyrkur@simnet.is / haraldur@sjukrathjalfarinn.is ), þar sem mögulegt verður að senda tölvupóst sem og eiga samtöl sé eitthvað sem þarfnist frekari skýringa eða upplýsinga.

Samninganefnd vill hvetja ykkur til að kjósa um þann samning sem kynntur hefur verið

Mbkv.

Samninganefnd FS