LÝSA – fundur fólksins Akureyri
Félag sjúkraþjálfara tekur þátt í samfélagshátíð þriðja geirans
Félag sjúkraþjálfara tekur þátt í samfélagshátíð þriðja geirans
Félag sjúkraþjálfara tekur nú í annað sinn þátt í LÝSA – fundi fólksins, sem haldinn verður dagana 7. – 8. september nk. á Akureyri.
Haldnar verða tvær málstofur/fyrirlestrar:
Föstudaginn 7. sept fyrir hádegi
(tímsetning óviss): Fyrirlestur- umræður um heilbrigðismál.
Pétur Heimisson forstöðulæknir HSA og Þóra Elín Einarsdóttir sjúkraþjálfari HSA
segja frá tilraunaverkefni með sjúkraþjálfara í heilsugæslu á HSA, með móttöku
á Egilsstöðum, Eskifirði og Norðfirði.
Laugardaginn 8. sept fyrir
hádegi (tímsetning óviss): Fyrirlestur/umræður um tengsl líkamlegrar og
andlegrar heilsu og tengsl áfalla við líkamleg einkenni.
Haft er í huga að 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar og verður
tileinkaður “mental health” að þessu sinni.
LÝSA er samræðuhátíð hins svokallaða þriðja geira, en það eru þeir aðilar sem starfa að margvíslegum málefnum úr mörgum mismunandi áttum, s.s. stjórnamálmenn, stjórnvöld, hagsmunasamtök, félagasamtök, stéttarfélög, sjúklingasamtök, umhverfissamtök o.s.frv. Í fyrra áttum við afar góð samtöl við fólk úr ýmsum áttum, s.s. stjórnmálmenn, ráðherra, sveitastjórnarfólk, frá sjúklingasamtökum og er þessi vettvangur tilvalinn til að koma á samtali við fólk sem er að starfa að sömu málefnum en oft úr ólíkum áttum.
Allir eru velkomnir á hátíðina og við hvetjum félagsmenn til
að nýta sér allt það sem þarna er í boði, bæði það sem FS stendur fyrir en einnig
fjölmargir aðrir sem verða þarna með áhugaverðar uppákomur.
Heimasíða LÝSA: http://www.lysa.is/
Fb-síða LÝSA: https://www.facebook.com/lysaakureyri/